mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rækjuaflinn 10.000 tonn frá áramótum

7. nóvember 2012 kl. 17:07

Rækja

Skipunum hefur fjölgað úr 32 í 40 milli ára.

 

Rétt tæplega 10.000 tonn af rækju hafa borist á land frá áramótum samanborið við 8.300 tonn á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vefnum aflafrettir.com

Skipum hefur fjölgað á rækjunni og eru nú 40 talsins en voru 32 í fyrra. Tölur um afla og fjölda skipa miðast við úthafsrækju og innfjarðarækju samanlagt. 

Frystitogarinn Brimnes RE er aflahæstur rækjuskipanna með 890 tonn.  Gunnbjörn ÍS er hæstur ísrækjuskipanna með 854 tonn.