föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útvegsmenn og sjómenn semja

9. júní 2011 kl. 13:46

Á sjó. Mynd: Einar Ásgeirsson

4,25% hækkun á kauptryggingu og kaupliðum

Samningur hefur verið gerður um 4,25% hækkun á kauptryggingu og kaupliðum kjarasamninga frá og með 1. júní 2011 milli Landssambands íslenskra útvegsmanna annars vegar og Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Samkvæmt samningnum verður kauptrygging háseta 213 þús. krónur, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátmanns og netamanns liðlega 266 þús. kr og  yfirvélstjóra, fyrsta stýrimanns og skipstjóra tæplega 320 þús. kr.

Sjá nánar á vef Sjómannasambands Íslands.