sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðar á beitukóngi að hefjast á ný

27. ágúst 2010 kl. 14:47

Veiðar á beitukóngi eru að hefjast á ný eftir nokkuð langt hlé að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Ásgeir Valdimarsson, útgerðarmaður Garps SH, segir að beitukóngsgildrur hafi verið lagðar nú í vikunni.

,,Markaður fyrir beitukóng hefur verið þungur undanfarin misseri sérstaklega í Frakklandi. Beitukóngur var aðeins veiddur í tvo mánuði í fyrra. Nú virðist vera að lifna yfir markaðnum í Asíu og söluhorfur eru þokkalegar,“ segir Ásgeir.

Ásgeir vinnur einnig beitukónginn í landi í Grundarfirði. Beitukóngurinn er flokkaður og soðinn í skelinni og fluttur þannig út.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.