föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiddu 5.300 seli í túrnum

13. maí 2013 kl. 15:02

Norskt selveiðiskip í ís.

Veiðiferðin í Vesturísinn tók fimm vikur.

 

Norska selveiðiskipið Kvitungen kom til Noregs í síðustu viku eftir fimm vikna túr í Vesturísinn en það er svæðið austan Grænlands og norðan Íslands. Afraksturinn var 5.300 selir, að stærstum hluta eins árs selir, en afgangurinn fullorðin dýr. Auk skinnanna kom skipið með sex tonn af söltuðu selskjöti og tvö tonn af frystu. 

Í áhöfn voru 14 skipverjar og einn eftirlitsmaður sem fylgdist með því að dýrin væru aflífuð á viðeigandi hátt og eftir settum reglum. Búið var að selja allan aflann áður en skipið kom í höfn. 

Selveiðar eru styrktar af norska ríkinu og telja selfangararnir að án styrkjanna borgi þessi útvegur sig ekki. 

Fiskeribladet/Fiskaren skýrir frá þessu.