sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiddu meira en milljón tonn af makríl umfram ráðgjöf

3. september 2009 kl. 14:11

Samkvæmt upplýsingum Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, voru samþykktir makrílkvótar í NA-Atlantshafi alls 6.636.000 tonn á árunum 1987 – 1997 en áætluð veiði var 7.517.000 tonn. Þarna munar 881.000 tonnum. Veiðiráðgjöf ICES á árunum 1998 – 2007 var alls á bilinu 5.106.000-5.439.000 tonn en ICES áætlar að veiðin hafi á þessum tíma numið a.m.k. 6.470.000 tonnum. Þarna munar yfir einni milljón tonna.

Þetta kemur fram á vef LÍÚ. Þar segir að framkvæmdastjóra LÍÚ hafi gengið illa að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri í sjávarútvegsblaðinu Fiskeribladet/Fiskaren, en þar í landi hefur verið deilt hart á makrílveiðar Íslendinga og þær sagðar ólöglegar og stríða gegn ábyrgum veiðum. Jafnframt hafa Norðmenn haldið því fram að veiðar þeirra hafi ávallt verið stundaðar á sjálfbæran hátt og verið innan úthlutaðra kvóta.

Sjá nánar á vef LÍÚ, HÉR