mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðigjaldið verður 13-14 milljarðar

19. júní 2012 kl. 09:29

Þorskur í trollpoka. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Frumvarpið verður afgreitt sem lög á Alþingi í dag.

Alþingi samþykkti í gærkvöld að vísa frumvarpi sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld til þriðju og síðustu umræðu og fer hún fram í dag. Frumvarpið fer til umfjöllunar í atvinnuveganefnd áður en þriðja umræða hefst. 

Veiðigjaldið verður 13 til 14 milljarðar samkvæmt samkomulagi þingflokka í gær, að því er fram kemur á vef RÚV. Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segist telja að um tímamótafrumvarp sé að ræða, sjávarauðlindin, sem tilheyri þjóðinni sameiginlega, eigi að skila sanngjörnum arði til eiganda síns, umframarði í góðu árferði sjávarútvegsins. Fjölmargir þingmenn lýstu andstöðu sinni við frumvarpið í kvöld, sumir sögðu veiðigjaldið vera landsbyggðarskatt.