föstudagur, 15. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðigjöld lækka í flestum tegundum

3. janúar 2020 kl. 10:59

Ísaður þorskur. Mynd af vef Matís.

Í þorski lækkar veiðigjaldið um 23 prósent en hækkar um 16 prósent í steinbít.

Auglýsing um veiðigjald á landaðan afla á árinu 2020 hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Á árinu verður veiðigjald í þorski 10,62 krónur, í ýsu 14,86 krónur og 3,22 krónur í ufsa, svo nokkuð sé nefnt.

Landssamband smábátaeigenda hefur tekið saman upplýsingar um breytingu milli ára, og þar kemur fram að veiðigjaldið lækkar í langflestum tegundum, en er óbreytt í keilu og hækkar um 16 prósent í steinbít.

Gjaldið í þorski lækkar um 23 prósent en mest er lækkunin í kolmunna, eða 89 prósent, og loðnu, 85 prósent.