föstudagur, 7. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Venus kvótahæsta loðnuskipið

28. janúar 2016 kl. 11:08

Venus hinn nýi. (Mynd af vef HB Granda)

Hlutur Ísfélags Vestmannaeyja 20% af heildarloðnukvótanum.

Af 100.315 tonna loðnukvóta sem kemur í hlut Íslands á þessu sinni hefur Fiskistofa skipt 95.000 tonnum milli þeirra skipa sem hafa aflahlutdeild í loðnu en haldið eftir rúmlega 5.300 tonnum í pottana svokölluðu. Venus NS er með mestan kvóta eða 8.871 tonn. Vilhelm Þorsteinsson EA kemur fast á eftir með 8.735 tonn og Víkingur AK er með með rúm 8.042 tonn. (Í Fiskifréttum í dag er birtur listi yfir öll skipin en í texta sem fylgir er ranglega sagt að Vilhelm sé kvótahæstur)

Sé litið á skiptingu loðnukvótans eftir útgerðum sést að Ísfélag Vestmannaeyja er með mest eða 19.000 tonn sem er 20% af heildarkvótanum. Síldarvinnslan hefur yfir að ráða 17.600 tonnum eða 18,5% en þá er talinn með kvóti Bjarna Ólafssonar AK sem Síldarvinnslan á stóran eignarhlut í. HB Grandi er með 17,9% kvótans og Vinnslustöðin er með 11%, en nefna má að í því sambandi að Vinnslustöðin á tæpan helming í útgerð Hugins VE.

Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.