föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verð á mjöli og lýsi áfram hátt á árinu

16. maí 2013 kl. 08:00

Úr fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði. (Mynd af vef SVN/ Eyrún Guðmundsdóttir).

Samdráttur í framleiðslu og minni birgðir eru skýringin.

Í ársfjórðungsskýrslu stórfyrirtækisins Austervoll Seafood, sem er með starfsemi í Noregi, Perú og Chile, kemur fram að verð á fiskimjöli og lýsi muni að líkindum haldast hátt á þessu ári. Ástæðan sé samdráttur í framleiðslu og minni birgðir. 

 Framleiðsla fiskimjöls í heiminum  dróst saman um 14% í ár miðað sama tíma í fyrra, aðallega vegna 36% minni framleiðslu í Chile en einnig varð samdráttur í Perú. Þá varð 22% samdráttur í lýsisframleiðslu hjá sex framleiðendum innan Alþjóðasamtaka mjöl- og lýsisframleiðenda (IFFO). 

Í skýrslunni kemur fram að birgðir í heiminum af mjöli og lýsi séu takmarkaðar. 

Áætlað er að veiðiheimildir bræðslufisks í heiminum verði 4-5 milljónir tonna á árinu 2013.

Þetta kemur fram á vefnum Undercurrentnews.com