sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmætasköpun gleymist um umræðunni

3. apríl 2012 kl. 14:51

Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri HB Granda

Stjórnmálamenn þurfa stundum að hugsa um þjóðarhag, sagði Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri HB Granda

„Fjölmörg fyrirtæki hafa sprottið upp hér á landi vegna vilja íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til að fjárfesta í nýsköpun," sagði Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, á morgunverðarfundi Útvegsmannafélags Reykjavíkur sem haldinn var á Grand Hóteli í morgun. „Mörg þessara fyrirtækja veita tugum eða hundruðum manna atvinnu í dag. Fyrirtæki eins og Marel, TrackWell og fleiri bera þess glöggt vitni."

Eggert sagði verðmætasköpun vera gleymda orðið í þjóðfélagsumræðunni. „Það verður að hugsa um heildarmyndina þegar hugsað er um þau verðmæti sem sjávarútvegurinn skapar þjóðinni. Ef allt er tekið í skatta hafa fyrirtækin engan hag af því að bæta við verðmætasköpunina." 

„Stjórnmálamenn þurfa stundum að hugsa um þjóðarhag," sagði Eggert.  

Í máli Þorvarðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóri Deloitte, kom fram að ef tölur um veiðigjald væru yfirfærðar á Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum m.v. afkomu síðastliðinna 10 ár hefði skattlagningin orðið 105% af hagnaði.

Frá þessu er skýrt á vef LÍÚ.