sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verður Snorri Sturluson VE seldur frá Eyjum?

28. febrúar 2008 kl. 16:20

Í gær var áhöfn Snorra Sturlusonar VE tilkynnt að erlendur aðili hefði áhuga að skoða skipið með kaup á því í huga. Í samtali við vefinn eyjar.net staðfesti Ægir Páll Friðbertsson framkvæmdastjóri Ísfélagsins að félagið hefði fengið tilboð í skipið með fyrirvörum um skoðun og öðrum eðlilegum fyrirvörum.

Ísfélagið hefur ekki gengið endanlega frá sölu á skipinu en Ægir Páll staðfesti að áhöfn Snorra Sturlusonar hefði verið tilkynnt um stöðu mál.

 Ísfélagið hefur verið að skoða framtíð Snorra Sturlusonar og hefur útgerðin m.a. líka skoðað það að gera verulegar endurbætur á skipinu.

Ekki hafa verið teknar endanlegar ákvarðanir hvorki varðandi sölu eða breytingar á Snorra en ákvörðun mun verða á næstu vikum en komi til þess að við seljum Snorra munum við stefna að því að kaupa annað skip, segir Ægir Páll í samtali við eyjar.net.

Þetta kemur fram á www.skip.is.