laugardagur, 27. febrúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Víetnamskur sjávarútvegur með 5 milljarða USD í útflutningstekjur

24. janúar 2011 kl. 15:58

Pangasius

Ætla að auka eldi á risarækju, pangasius og ostru

Víetnamar stefna að því að fiskafli og framleiðsla í fiskeldi nemi um 5,3 milljónum tonna á þessu ári og að tekjur af útflutningi sjávarafurða verði 5 milljarðar USD, eða um 590 milljarðar íslenskra króna.

Þessar upplýsingar koma fram í áætlun sem víetnamska sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út. Stefnt er að því að auka verðmætin með því að bæta gæði og efla fiskeldi. Ný svæði verða tekin undir eldi á risarækju, pangasius og ostrum. Víetnam er á lista yfir 10 stærstu útflytjendur sjávarafurða í heiminum og er fjórða stærst í Asíu á eftir Kína, Indlandi, Indónesíu og Filippseyjum.Á árinu 2010 var útflutningsverðmæti víetnamskra sjávarafurða 4,94 milljarðar USD og jókst um 16,3% frá árinu áður.