mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vilhelm fiskaði fyrir 4,3 milljarða

9. janúar 2014 kl. 10:00

Vilhelm Þorsteinsson EA (Mynd: Ólafur Óskar Stefánsson)

Alls náðu 17 skip að skila yfir tveimur milljörðum hvert í fyrra.

Samherjaskipið Vilhelm Þorteinsson EA skilaði 4.261 milljón króna í aflaverðmæti á nýliðnu ári samanborið við 4.400 milljónir á árinu 2011. Næsta skip á eftir var Aðalsteinn Jónsson SU, sem Eskja á Eskifirði gerir út, en aflaverðmæti hans nam 3.843 milljónum króna sem er 443 milljónum meira en árið áður. 

Þetta kemur fram í samantekt Fiskifrétta um aflaverðmæti efstu skipa árið 2013 sem birtist í blaðinu í dag og byggir á upplýsingum sem blaðið aflaði sér hjá viðkomandi útgerðum. 

Alls 17 íslensk skip náðu því marki að fiska fyrir meira en tvo milljarða króna hvert á nýliðnu ári. Eitt skipanna komst yfir fjóra milljarða og þrjú yfir þrjá milljarða.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.