fimmtudagur, 24. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vilja framleiðendafélög fyrir smábátaveiðar

16. janúar 2018 kl. 08:00

Á síldveiðum í Eystrasalti. MYND/EPA

Vaxandi áhugi er meðal smábátasjómanna í aðildarríkjum Evrópusambandsins á að stofna sérstök framleiðendafélög fyrir smábátaveiðar.

Núverandi regluumhverfi Evrópusambandsins um smábátaveiðar gerir ráð fyrir því að samtök fiskframleiðenda gegni lykilhlutverki við að ná fram sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins. Aðildarlöndin hafa hins vegar verið misdugleg við að fylgjast með og framfylgja þessum reglum.

Samtökin LIFE, eða Low Impact Fishers of Europe, létu gera ítarlega úttekt á þessum málum í nokkrum Evrópulöndum og birtu niðurstöðurnar í skýrslu nú stuttu fyrir áramótin. Frá þessu er einnig skýrt á ensku fréttasíðunni Fishing News.

LIFE-samtökin benda á að smábátar eru 80 prósent af öllum fiskveiðiflota ESB. Veiðar þeirra séu umhverfisvænar en samtakamáttur þeirra lítt verið notaður.