þriðjudagur, 24. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Villa í makrílúthlutun Fiskistofu

4. júlí 2019 kl. 10:45

Fiskistofa hefur birt leiðréttingu á bráðabirgðaúthlutun í makríl. Öllum útgerðum hefur verið sent bréf með upplýsingum um leiðréttinguna.

„Því miður leyndist villa í úthlutuninni  sem  áður hafði verið birt á vefnum“ og jafnframt send útgerðum bréflega, segir á vef Fiskistofu. 

„Villan lá í því að flutningur á veiðireynslu eins stórs aflaskips hafði ekki skilað sér inn í útreikningana. Það leiddi til þess að heilaraflinn sem miðað er við var of lágur. Ekki eru vísbendingar um að veiðireynsla annarra skipa hafi misreiknast,“ segir Fiskistofa.

„Frávikið í úthlutun hlutdeila og aflamarks sem villan veldur er ekki af þeirri stærðargráðu að ástæða sé til að breyta bráðabirgðaúthutuninni sem þegar hefur farið fram.  Þetta verður leiðrétt þegar endanleg úthlutun fer fram, eigi síðar en 10. ágúst nk.“