mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vinnsluskipin komin að landi með loðnu

14. janúar 2014 kl. 15:46

Vilhelm Þorsteinsson EA landar loðnuafurðum í Neskaupstað í dag. (Mynd: Hákon Viðarsson)

Vilhelm er að landa í Neskaupstað og Hákon frystir loðnu inni á Norðfirði.

Vilhelm Þorsteinsson EA kom til Neskaupstaðar í morgun og er að landa 550 tonnum af frystri loðnu í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu fyrirtækisins

Hákon EA liggur úti á Norðfirði og er að frysta loðnu um borð. Gert er ráð fyrir að hann landi um 700 tonnum í frystigeymslurnar á fimmtudag.

Afli loðnuskipanna hefur verið þokkalegur í gær og í nótt og hafa þau gjarnan verið að fá 200-300 tonn í holi. Birtingur NK er nýlagður af stað í land með um 900 tonn. Bjarni Ólafsson AK hóf veiðar í gær og fékk 300 tonn í fyrsta holi.

Vinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar gengur vel en í dag er verið að vinna afla úr Polar Amaroq.