mánudagur, 30. mars 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vísindamenn leggja til óbreyttan makrílkvóta

30. september 2011 kl. 09:32

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða 592-646 þúsund tonn á næsta ári.

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur nú tilkynnt veiðiráðgjöf sína í makríll í NA-Atlantshafi fyrir næsta ár. Ráðið mælti með 586-639 þúsund tonna kvóta fyrir yfirstandandi ár og leggur til svipaðan heildarkvóta á því næsta eða 592-646 þúsund tonn.

Eins og kunnugt er hafa veiðarnar farið langt fram úr aflaráðgjöf ICES á þessu ári og áætlar ráðið að heildaraflinn verði 927 þúsund tonn.

Frá þessu er skýrt á vef samtaka norskra útvegsmanna. Norðmenn og ESB tóku sér nálægt allan kvótann sem ICES ráðlagði í ár eða samtals 584 þús. tonn og að auki setti Ísland sér 155 þús. tonna kvóta og Færeyjar 150 þús. tonn.