þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viskífóður fyrir laxinn

7. október 2013 kl. 12:00

Skoskur lax og viskí

Skotar hyggjast framleiða prótínríkt fóður úr aukaafurðum frá brugghúsum

Laxeldisbændur og viskíframleiðendur í Skotlandi eru að hefja áhugavert samstarf sem felst í því að aukaafurð sem fellur til hjá brugghúsunum verður notuð í framleiðslu á laxafóðri.

Frá þessu er greint á vef FishUpdate. Meira en 500 milljónir lítrar af viskí eru framleiddir í Bretlandi á ári hverju. Fyrir hvern lítra af viskí falla til 15 lítrar af aukaafurðum.

Vísindamenn við Heriot-Watt háskólann í Skotlandi vinna nú að því að breyta sumum af þessum aukaafurðum í prótínríkt fóður. Ráðgert er að hefja tilraunaframleiðslu á „viskífóðri“ á næsta ári.