miðvikudagur, 11. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ýmsar útfærslur veiðigjalds til athugunar

25. nóvember 2013 kl. 08:00

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.

Ein leiðin er t.d. aukinn tekjuskattur, segir sjávarútvegsráðherra.

Þess er vænst að vinnu við ný frumvörp um veiðigjöld ljúki um áramótin, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir í viðtali í Tímariti Fiskifrétta sem kom út fyrir helgina.

Sérstaka veiðigjaldið verður tengt afkomu einstakra fyrirtækja. ,,Það má líka hugsa sér þetta í fleiri útfærslum. Nefndar hafa verið ýmsar leiðir eins og til dæmis aukinn tekjuskattur," segir sjávarútvegsráðherra.

Ráðherrann er spurður í viðtalinu hvort ákjósanlegt sé að hans mati að stór og velstæð fyrirtæki greiði meira hlutfallslega en minni fyrirtæki.

,,Það gerist ef sérstaka veiðigjaldið verður afkomutengt. Þá munu þeir sem nýta auðlindina á einhvern hátt á arðbærari hátt greiða hærra gjald. HIns vegar ber að taka fram að auðlindagjald sem slíkt hlýtur að þurfa að verða svolítið óháð því hvernig viðkomandi fyrirtæki gengur að sinna vinnslu, markaðssetningu og sölu afurðanna. Það hefur eiginlega ekkert með aðgang að auðlindinni að gera. Því er kannski óeðlilegt að auðlindagjald miðist við það," segir sjávarútvegsráðherra.

Sjá viðtalið í heild við sjávarútvegsráðherra í Tímariti Fiskifrétta.